Brown vill leiða ríkisstjórn Guðjón Helgason skrifar 11. maí 2007 18:45 Gordon Brown, fjármálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, hellti sér í morgun formlega í slaginn um leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum. Talið er að hann eigi greiða leið í embættið og takið við forsætisráðuneytinu af Tony Blair í lok júní. Blair tilkynnti um afsögn sína í gær. Það var á fundi með stuðningsmönnum í Lundúnum í dag sem Brown tilkynnti að hann ætlaði að sækjast eftir leiðtogasætinu og því að fá að leiða nýja ríkisstjórn. Þessi yfirlýsing kom engum á óvart enda vitað að Brown ætlaði sér að krækja í embættið á eftir Blair. Sagan segir að þeir hafi í raun samið um það þegar John Smith, þáverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, féll skyndilega frá árið 1994. Þessu hafa þeir þó báðir neitað. Blair lýsti í morgun yfir stuðningi við Brown sem boðaði þá til framboðsfundar. Hann lofsögn fráfarandi forsætisráðherra en sagðist ætla að innleiða nýja stjórnarhætti. Verkamannaflokkinn hefði á liðnum áratug byggt upp sanngjarnara samfélag en gera þyrfti betur. Hann ætlaði að styrkja efnahag landsins enn frekar, eyða fátækt meðal barna og finna leiðir til þess að takast á við loftlagsbreytingar í heiminum. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á staðfestu í baráttunni við hryðjuverk. Hann sagði fyrsta verk sitt í embætti þó verða að takast á við erfið verkefni í heilbrigðisþjónustunni. Talið er að Brown eigi auðvelda leið í leiðtogaembættið og Downing-stræti 10. Hann bauð þó hverjum sem væri að takast á við sig um leiðtogahlutverkið. Ekki er þó búist við að þungaviktarmenn bjóði sig fram gegn honum. Tveir minni spámenn á vinstrivæng flokksins leita þó stuðnings fyrir framboð sín en hafa samið um að sá sem afli fleiri fylgismanna um helgina haldi áfram en hinn víki. Val á formanni er sjö vikna ferli sem lýkur í lok júní. Erlent Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Gordon Brown, fjármálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, hellti sér í morgun formlega í slaginn um leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum. Talið er að hann eigi greiða leið í embættið og takið við forsætisráðuneytinu af Tony Blair í lok júní. Blair tilkynnti um afsögn sína í gær. Það var á fundi með stuðningsmönnum í Lundúnum í dag sem Brown tilkynnti að hann ætlaði að sækjast eftir leiðtogasætinu og því að fá að leiða nýja ríkisstjórn. Þessi yfirlýsing kom engum á óvart enda vitað að Brown ætlaði sér að krækja í embættið á eftir Blair. Sagan segir að þeir hafi í raun samið um það þegar John Smith, þáverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, féll skyndilega frá árið 1994. Þessu hafa þeir þó báðir neitað. Blair lýsti í morgun yfir stuðningi við Brown sem boðaði þá til framboðsfundar. Hann lofsögn fráfarandi forsætisráðherra en sagðist ætla að innleiða nýja stjórnarhætti. Verkamannaflokkinn hefði á liðnum áratug byggt upp sanngjarnara samfélag en gera þyrfti betur. Hann ætlaði að styrkja efnahag landsins enn frekar, eyða fátækt meðal barna og finna leiðir til þess að takast á við loftlagsbreytingar í heiminum. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á staðfestu í baráttunni við hryðjuverk. Hann sagði fyrsta verk sitt í embætti þó verða að takast á við erfið verkefni í heilbrigðisþjónustunni. Talið er að Brown eigi auðvelda leið í leiðtogaembættið og Downing-stræti 10. Hann bauð þó hverjum sem væri að takast á við sig um leiðtogahlutverkið. Ekki er þó búist við að þungaviktarmenn bjóði sig fram gegn honum. Tveir minni spámenn á vinstrivæng flokksins leita þó stuðnings fyrir framboð sín en hafa samið um að sá sem afli fleiri fylgismanna um helgina haldi áfram en hinn víki. Val á formanni er sjö vikna ferli sem lýkur í lok júní.
Erlent Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira