Erlent

Bandaríkjamenn viðurkenna að hafa drepið borgara

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/AP

Hersveitir Bandaríkjamanna í Afganistan hafa viðurkennt að hafa drepið borgara í loftárásum á uppreisnarmenn talibana í suðurhluta landsins fyrr í vikunni.

Í yfirlýsingu frá sveitunum kemur ekki fram hversu margir hafi látist en greint er frá því að sveitirnar hafi hlúð að 20 manns sem urðu fyrir árásunum. Barn sem var í þeim hópi lést síðar af sárum sínum á spítala.

Yfirvöld í Helmand-héraði, þar sem árásirnar voru gerðar, segja að minnsta kosti 21 mann hafa látist í árásunum. Yfirmenn hersveitanna hafa fyrirskipað rannsókn á málinu í samvinnu við afganska herinn.

Þetta er í þriðja sinn á örfáum mánuðum sem bandarískar sveitir á svæðinu eru ásakaðar um árásir á óbreytta borgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×