Erlent

Pútín kemur í opinbera heimsókn til Írans

Pútín, forseti Rússlands, með Merkel, kanslara Þýskalands.
Pútín, forseti Rússlands, með Merkel, kanslara Þýskalands. MYND/AFP

Pútín Rússlandsforseti kom í opinbera heimsókn til Írans í morgun. Er um að ræða fyrstu heimsókn moskvuleiðtoga síðan Jósef Stalín heimsótti landið árið 1943.

Á tíma leit út fyrir að heimsókn Pútins yrði frestað þar sem njósnir höfðu borist um að reynt yrði að ráða hann lífi.

Á blaðamannfundi í gær sagðist forsetinn hins vegar ekki ætla láta líflátshótanir stjórna ferðum sínum. Pútin mun meðal annars funda með Mahmoud Ahmadiejad, forseta Írans, um kjarnaorkumál Írana en rússar hafa hingað til ekki viljað taka undir kröfur Bandaríkjamanna um harðari refsiaðgerðir gegn Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×