Erlent

Þýska lögreglan leitar að 8 ára stúlku

MYND/AFP

Lögreglan í Hannover í Þýskalandi leitar nú af hinni 8 ára gömlu stúlku Jenisu sem hefur saknað síðan á hádegi á föstudag. Stúlkan fór frá heimili sínu í þeim tilgangi að heimsækja frænku sína en ekkert hefur til hennar spurst síðan þá. Lögreglan útilokar ekki að stúlkunni hafi verið rænt.

Víðtæk leit hefur verið gerð að stúlkunni síðan hvarf hennar var tilkynnt á föstudaginn. Lögregla og björgunarsveitir hafa leitað í kringum heimili Jenisu en hingað til án árangurs. Leitin hefur einnig beinst að yfirgefinni og niðurníddri verslunarmiðstöð í nágrenni heimilis Jenisu en þar leynast margar slysagildur.

Hingað til hefur leitin ekki borið árangur og útilokar lögreglan ekki lengur að henni hafi verið rænt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×