Enski boltinn

Pele: Of snemmt að kalla Ronaldo besta leikmann heims

Pele er einn fárra sem eru ekki að tapa sér yfir hæfileikum Portúgalans unga
Pele er einn fárra sem eru ekki að tapa sér yfir hæfileikum Portúgalans unga NordicPhotos/GettyImages

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele segir að enn sé of snemmt að kalla Cristiano Ronaldo hjá Manchester United besta leikmann heims. Pele segir að hann verði að spila tvö til þrjú ár í viðbótar á pari við það sem hann hefur sýnt í vetur til að geta talist einn af þeim bestu.

"Ronaldinho var í rosalegu formi fyrir fjórum til fimm árum síðan og Kaka er búinn að leika einstaklega vel líka. Það að kalla Ronaldo einn besta leikmann heims er einfaldlega of snemmt. Sjáum til eftir eit eða tvö ár ef hann verður enn á sama flugi og í vetur," sagði þrefaldur heimsmeistari Pele.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×