Enski boltinn

Wenger fer ekki frá Arsenal

NordicPhotos/GettyImages

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segir að Arsene Wenger muni verða knattspyrnustjóri liðsins áfram þrátt fyrir að David Dein hafi farið frá félaginu í gær vegna samstarfsörðugleika við aðra stjórnarmenn. Dein var ábyrgur fyrir því að ráða Wenger til félagsins árið 1996.

Samstarf þeirra Wenger og Dein hefur verið mjög gott á þessum áratug og því var nokkuð skrifað um það á Englandi í gær að Wenger myndi hugsanlega fylgja Dein út um dyrnar á Emirates. Hill-Wood er ekki á því. "Sambandi Wenger og stjórnarinnar er mjög gott og hann er samningsbundinn til ársins 2008. Við vonum að hann verði hérna lengur en það. Ég veit þó að Wenger mun sakna Dein, enda hafa þeir unnið náið saman í tíu ár."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×