Erlent

Knútur með 15 lífverði eftir líflátshótanir

MYND/AFP

Hinn heimsfrægi húnn Knútur í dýragarðinum í Berlín sætir nú sérstakri gæslu eftir að honum bárust nýlega líflátshótanir. Eftir því sem fram kemur í þýska blaðinu bild barst dýragarðinum handskrifað bréf þar sem birninum er hótað en þýska lögreglan neitar að tjá sig meira um efni bréfsins.

Lögregla tekur hótanirnar alvarlega og segir Bild að tveir lögreglubílar hafi ekið með hraði að dýragarðinum eftir að tilkynnt var um bréfið. Fjórir lögreglumenn tóku sér þá stöðu við búr húnsins litla. Eftirlitið hefur síðan verið aukið því 15 öryggisverðir gæta bjarnarins nú en almenningur getur þó enn þá litið krúttið litla augum.

Engum sögum fer af því hvort einhver liggi undir grun í málinu en skemmst er að minnast þess að dýraverndunarsamtök vildu láta lóga húninum í stað þess að hann yrði alinn upp í dýragarði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×