Erlent

Lögregla á inni mikið frí vegna óeirða

MYND/Getty Images

Kostnaðurinn við óeirðirnar í Kaupmannahöfn í tengslum við niðurif Ungómshússins í byrjun mánaðarins tekur á sig ýmsar myndir ef marka má frétt á vef Politiken. Þar segir að þeir fjölmörgu lögreglumenn sem kallaðir voru til höfuðborgarinnar frá öðrum hlutum landsins eigi nú inni mikið frí fyrir störf sín en þeir fá ekki greidda yfirvinnu fyrir að hafa haft hemil á mótmælendunum.

Segir Politiken að að á Suður-Jótlandi einu eigi lögreglumenn inni um níu þúsund vinnutíma í fríi sem kemur í stað yfirvinnu. Lögregla vill ekki gefa upp hversu margir lögreglumenn hafi verið kallaðir til frá öðrum landshlutum en aðgerðir lögreglunnar voru þær mestu í sögu hennar.

Til viðbótar við þennan kostnað greiddi danska ríkið fyrir gistingu fyrir lögreglumennina á hótelum ásamt því að greiða þeim dagpeninga og því segir Politiken að kostnaðurinn hlaupi á tugmilljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×