Ný tækifæri felast í samningnum 22. mars 2007 19:00 Samgönguráðherrar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um umfangsmikinn loftferðasamning við Bandaríkin, sem búist er við að muni stórauka samkeppni á flugleiðum yfir Atlantshafið. Forstjóri Icelandair fagnar samningnum og sér í honum margvísleg tækifæri. Loftferðasamningurinn hefur legið í loftinu, ef svo má segja, í fjögur ár en í byrjun þessa mánaðar tók loks skriður að komast á málin. Á fundi samgönguráðherra ESB-ríkjanna í Brussel í morgun náðist svo loks samkomulag um þetta mikla hagsmunamál enda er markaðurinn í Atlantshafsfluginu metinn á rúma eitt þúsund milljarða króna. Samkomulagið kveður á um að flugfélög hvar sem er í Bandaríkjunum og ríkjum ESB geta hafið flug yfir Atlantshafið en hingað til hefur það verið háð allströngum skilyrðum. Vonast til að samkeppni í flugi á milli Evrópu og Bandaríkjanna muni með þessu aukast, verð lækka og ferðir verði tíðari. Alger samstaða náðist um málið á fundinum í Brussel í morgun en fyrirfram var búist við að Bretar myndu leggjast gegn því af ótta við að of mikið myndi þrengja að British Airways á Heathrow-flugvelli og vegna þess að heimildir evrópskra flugfélaga til að fjárfesta í bandarískum flugfélögum væru takmarkaðar. Samningurinn gengur í gildi í mars á næsta ári. Þegar samningurinn gengur í gildi eftir ár er búist við að samkeppni í flugi á milli Evrópu og Bandaríkjanna muni aukast, verð lækki og ferðir verði tíðari. Samningurinn gerbreytir öllu samkeppnisumhverfi á flugleiðum yfir Atlantshafið en þar hefur Icelandair látið til sín taka í gegnum tíðina. Jón Karl Ólafsson forstjóri fyrirtækisins óttast þó ekki aukna samkeppni. Erlent Fréttir Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Samgönguráðherrar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um umfangsmikinn loftferðasamning við Bandaríkin, sem búist er við að muni stórauka samkeppni á flugleiðum yfir Atlantshafið. Forstjóri Icelandair fagnar samningnum og sér í honum margvísleg tækifæri. Loftferðasamningurinn hefur legið í loftinu, ef svo má segja, í fjögur ár en í byrjun þessa mánaðar tók loks skriður að komast á málin. Á fundi samgönguráðherra ESB-ríkjanna í Brussel í morgun náðist svo loks samkomulag um þetta mikla hagsmunamál enda er markaðurinn í Atlantshafsfluginu metinn á rúma eitt þúsund milljarða króna. Samkomulagið kveður á um að flugfélög hvar sem er í Bandaríkjunum og ríkjum ESB geta hafið flug yfir Atlantshafið en hingað til hefur það verið háð allströngum skilyrðum. Vonast til að samkeppni í flugi á milli Evrópu og Bandaríkjanna muni með þessu aukast, verð lækka og ferðir verði tíðari. Alger samstaða náðist um málið á fundinum í Brussel í morgun en fyrirfram var búist við að Bretar myndu leggjast gegn því af ótta við að of mikið myndi þrengja að British Airways á Heathrow-flugvelli og vegna þess að heimildir evrópskra flugfélaga til að fjárfesta í bandarískum flugfélögum væru takmarkaðar. Samningurinn gengur í gildi í mars á næsta ári. Þegar samningurinn gengur í gildi eftir ár er búist við að samkeppni í flugi á milli Evrópu og Bandaríkjanna muni aukast, verð lækki og ferðir verði tíðari. Samningurinn gerbreytir öllu samkeppnisumhverfi á flugleiðum yfir Atlantshafið en þar hefur Icelandair látið til sín taka í gegnum tíðina. Jón Karl Ólafsson forstjóri fyrirtækisins óttast þó ekki aukna samkeppni.
Erlent Fréttir Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira