Snjóþyngsli í Danmörku töfðu ferð Íslendings með vörubíl 22. febrúar 2007 19:45 Umferð í lofti og á láði raskaðist töluvert þegar snjó kyngdi niður sem aldrei fyrr í Danmörku og suðurhluta Svíþjóðar og Noregs í dag. Flugi var frestað og lestir hættu að ganga. Ekki er vitað til þess að alvarleg slys hafi orðið á fólki. Mest hefur snjóað í norður- og austurhluta Danmerkur, á Skáni í Svíþjóð og í suðurhluta Noregs. Snjómokstur hófst eldsnemma í morgun og hefur haldið áfram fram eftir degi. Fjölmargir hafa ekki komist til vinnu og mörgum skólum verið lokað. Lestarferðum var aflýst, í Danmörku var mikill snjór á lestarteinum. SAS flugfélagið hefur aflýst nærri tvö hundruð flugferðum í dag. Töf varð á ferðum Icelandair til Danmerkur og Svíþjóðar og Iceland Express til Kaupmannahafnar í morgun. Sighvatur Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2 í Árósum í Danmörku, segir að þar hafi snjórinn svo sannarlega sett mark sitt á umfeðrina í dag og ekki bara þar heldur um alla Danmörku. Annar hver Dani hafi haldið sig heima vegna veðurs. Af þeim sem hafi farið af stað hafi 9.000 ökumenn þurft aðstoð, sumir biðu eftir hjálp frá því í gærkvöldi. Lokun hraðbrauta tafði ferðalag Íslendingsins Marteins Péturssonar, sem var að flytja nýkeyptan vörubíl sinn frá Þýskandi, í skip í Hanstholm á norðurhluta Jótlands. Marteinn segir veðrið hafa tafið hann um fleiri fleiri klukkustundir. Nóttin hafi verið þessi dæmigerða „þrengslastemmning" þeirra Dana. Hann segir veðrið og færðina ekki svo agalega miðað við það sem hann þekki frá Íslandi. Verst sé að margir Danir séu á sléttum dekkjum og bílarnir þvers og kruss á veginum og það tefji. Miðað við veðurspána gætu margir Danir þurft að moka bíla sína aftur út í fyrramálið, enda ekki hætt að snjóa í Skandinavíu og frekari ofankomu spáð í kvöld og nótt. Erlent Fréttir Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Umferð í lofti og á láði raskaðist töluvert þegar snjó kyngdi niður sem aldrei fyrr í Danmörku og suðurhluta Svíþjóðar og Noregs í dag. Flugi var frestað og lestir hættu að ganga. Ekki er vitað til þess að alvarleg slys hafi orðið á fólki. Mest hefur snjóað í norður- og austurhluta Danmerkur, á Skáni í Svíþjóð og í suðurhluta Noregs. Snjómokstur hófst eldsnemma í morgun og hefur haldið áfram fram eftir degi. Fjölmargir hafa ekki komist til vinnu og mörgum skólum verið lokað. Lestarferðum var aflýst, í Danmörku var mikill snjór á lestarteinum. SAS flugfélagið hefur aflýst nærri tvö hundruð flugferðum í dag. Töf varð á ferðum Icelandair til Danmerkur og Svíþjóðar og Iceland Express til Kaupmannahafnar í morgun. Sighvatur Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2 í Árósum í Danmörku, segir að þar hafi snjórinn svo sannarlega sett mark sitt á umfeðrina í dag og ekki bara þar heldur um alla Danmörku. Annar hver Dani hafi haldið sig heima vegna veðurs. Af þeim sem hafi farið af stað hafi 9.000 ökumenn þurft aðstoð, sumir biðu eftir hjálp frá því í gærkvöldi. Lokun hraðbrauta tafði ferðalag Íslendingsins Marteins Péturssonar, sem var að flytja nýkeyptan vörubíl sinn frá Þýskandi, í skip í Hanstholm á norðurhluta Jótlands. Marteinn segir veðrið hafa tafið hann um fleiri fleiri klukkustundir. Nóttin hafi verið þessi dæmigerða „þrengslastemmning" þeirra Dana. Hann segir veðrið og færðina ekki svo agalega miðað við það sem hann þekki frá Íslandi. Verst sé að margir Danir séu á sléttum dekkjum og bílarnir þvers og kruss á veginum og það tefji. Miðað við veðurspána gætu margir Danir þurft að moka bíla sína aftur út í fyrramálið, enda ekki hætt að snjóa í Skandinavíu og frekari ofankomu spáð í kvöld og nótt.
Erlent Fréttir Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira