Lautinant Harry Windsor er byrjaður þjálfun með herdeild sinni, sem á að búa hana undir þjónustu í Írak. Það þykir fréttnæmt þar sem Harry þessi er prins og þriðji í röðinni sem erfingi bresku krúnunnar.
Talsmaður hersins segir að enn hafi engin endanleg ákvörðun verið tekin um það hvort herdeildin verði send til Íraks.
Innanbúðarmaður í hernum sagði hinsvegar í samtali við breska blaðið News of the World að aldrei væri eytt peningum í svona þjálfun nema ákveðið hafi verið að viðkomandi verði sendir á vígvöllinn.
Það eru mörg fordæmi fyrir því að breskir prinsar fari í stríð. Þótt það hafi verið algengara hér fyrr á öldum þá fór frændi Harrys, Andrew prins, með þyrluflugsveit sinni í stríðið um Falklandseyjar árið 1982 og lenti þar margsinnis í lífsháska. Hann þótti standa sig með ágætum.