Enski boltinn

Hermann laus allra mála

NordicPhotos/GettyImages
Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður er laus allra mála hjá Charlton eftir að félagið féll úr úrvalsdeildinni í gær eftir tap gegn Tottenham. Hann er nú sterklega orðaður við West Ham. Greint var frá þessu í hádegisfréttum Stöðvar 2.

Þetta er í fjórða sinn á ferlinum sem Hermann Hreiðarsson fellur úr ensku úrvalsdeildinni og það með fjórum mismunandi liðum. Áður hafði hann fallið með Crystal Palace, Wimbledon og Ipswich. Ekki náðist í Hemrnan í morgun en fréttastofan fékk það staðfest á skrifstofu Charlton í morgun að Hermann væri með klásúlu í sínum samningi að hann gæti farið frá félaginu ef það myndi falla úr úrvalsdeildinni, eins og nú blasir við.

Hermann getur farið frá Charlton án þess að félagið fá nokkuð fyrir hann. Hermann kostaði Charlton 900 þúsund pund eða 115 milljónir króna í mars 2003. Sterkur orðrómur er á kreiki að Hermann sé á leið til Íslendingaliðsins West Ham Utd í sumar sem myndi henta Hermanni vel því hann býr í London. Charlton hafnaði í janúar síðastliðinum rúmlega þrjúhundruð milljóna króna tilboði frá West Ham í Hermann Hreiðarsson.Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Hermanns, sagði við íþróttadeildina í morgun að hann hefði ekki heyrt nýlega af áhuga liðsins á Eyjapeyjanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×