Erlent

Nítján létust í sprengjuárás í Alsír

Nítján létust og 107 særðust í sjálfsmorðssprengjutilræði í Alsír í morgun.

Sprengingin varð í bænum Batna, um 450 kílómetra frá höfuðborginni Alsír. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft í stórum hópi fólks sem beið þess að bílalest forseta landins, Abdelaziz Bouteflika, færi hjá.

Bouteflika, sem kom stuttu seinna, kenndi íslömskum vígamönnum um árásina, og sagði þá glæpamenn sem hefðu það fyrir augum að spilla friði í landinu.

Unnið er að því að stilla til friðar í landinu á milli hersins og hópa sem vilja skapa þar íslamskt ríki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×