Erlent

Kaþólska kirkjan greiðir 13 milljarða í skaðabætur

Fórnarlömb kynferðismisnotkunar mótmæla fyrir framan kaþólska kirkju í San Diego.
Fórnarlömb kynferðismisnotkunar mótmæla fyrir framan kaþólska kirkju í San Diego. MYND/AFP

Fulltrúar Kaþólsku kirkjunnar í San Diegoborg í Kaliforníu hafa samþykkt að greiða um 13 milljarða íslenskra króna í skaðabætur til þeirra sem segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu presta. Samkomulagið var gert í dag milli lögfræðinga kirkjunnar og fórnarlambanna sem eru 144 talsins.

Með samkomulaginu lýkur nærri fjögurra ára málarekstri. Fulltrúar Kaþólsku kirkjunnar í San Diego vonast til þess að samkomulagið muni skapa frið á ný í söfnuðinum.

Í júlímánuði síðastliðnum samþykku fulltrúar Kaþólsku kirkjunnar í Los Angeles að greiða um 42 milljarða króna í skaðabætur til 508 einstaklinga sem höfðu orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu presta. Elstu málin náðu allt til fimmta áratugs síðustu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×