Erlent

Rán í Fredericia

Lögreglan í Fredericia í Danmörku rannsakar nú rán sem framið var hjá stóru dönsku öryggisfyrirtæki í nótt. Grímuklæddir menn yfirbugðu tvær konur sem vinna hjá fyrirtækinu og bundu þær niður. Þeir hlupu síðan brott með umtalsverða peningaupphæð, samkvæmt upplýsingum frá Klaus Arboe hjá lögreglunni á Jótlandi. Í gær var Danske Bank í Árósum rændur og flúðu ræningjar þaðan af hólmi með ríflega 300 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×