Erlent

Sveinki hafnar bumbunni

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
MYND/Getty Images

Heilsuverndarsinnaður jólasveinn neitar að vera með púða á maganum þar sem hann telur að það ýti undir offitu barna. Bill Winton segir að börn líti á jólasveininn sem feitan og alist upp við að það sé í lagi að vera of þungur. Hinn áttræði Winton er Skoti segist hafa tekið ákvörðun þegar hann fór að taka eftir að börn sem settust á læri hans þyngdust ár frá ári.

Jólasveinninn er 76 kíló og heldur sig til í Westside Plaza verslunarmiðstöðinni í Edinborg. Hann sagði BBC að hann borðaði hollan mat og forðaðist kóla drykki. Hann segist undrast að foreldrar leyfi börnum sínum að fitna jafn mikið og raun ber vitni.

„Foreldrar og börn hafa spurt mig af hverju ég sé svona mjór og ég svara að Sveinki hafi farið í megrun. Allir eru sammála um að það sé góð hugmynd," segir hann og bætir við að hann hafi hætt að drekka kóla drykki þegar hann sá hvað þeir gerðu við smápeninga.

Winton vonast til að aðrir jólasveinar fylgi í kjölfarið svo foreldrar taki ábyrgð á mataræði barna sinna.

Alex Limond hjá verslunarmiðstöðinni segist styðja Sveinka í herferðinni gegn offitu barna. „Það er kominn tími til að breyta ímynd jólasveinsins, því hann er fyrirmynd barna."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×