Erlent

Abbas óskar eftir 360 milljörðum fyrir 2010

Fulltrúar hátt í níutíu ríkja sitja nú fund í París í Frakklandi þar sem fjárstuðningur við Palestínumenn er til umræðu.

Meðal þeirra sem sitja fundinn eru utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Ísraels og Sádí Arabíu og utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, hefur óskað eftir því að þau ríki heims sem séu aflögufær gefi saman jafnvirði tæplega 360 milljarða íslenskra króna fyrir árið 2010. Þá verði hægt að stofna lífvænlegt Palestínuríki.

Evrópusambandið hét í morgun rúmlega fjörutíu milljörðum króna á næsta ári og vildi þar með hvetja önnur ríki til að auka við sín framlög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×