Enski boltinn

Benitez deilir enn við eigendur Liverpool

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er enn að gagnrýna eigendur félagsins þó þeir hafi beðið hann að hafa sig hægan þegar kemur að því að tala um leikmannakaup.

Tom Hicks kom þeim skilaboðum áleiðis til stjórans að hætta að tala sífellt um að kaupa nýja leikmenn til félagsins eftir mikla eyðslu í sumar, en Benitez lætur sér fátt um finnast.

Hann segir Bandaríkjamennina einfaldlega ekki skilja hvaða þýðingu janúarglugginn hafi fyrir liðið. "Þeir skilja ekki hvaða þýðingu það hefur að versla í janúar. Þeir verða að gera sér grein fyrir því hvað er erfitt ða fá góða leikmenn," sagði Benitez.

Breska blaðið News of the World gengur svo langt að segja að eigendur Liverpool séu við það að gefast upp á Benitez og séu jafnvel að undirbúa að bjóða Jose Mourinho að taka við starfi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×