Sagður þurfa kraftaverk Guðjón Helgason skrifar 23. nóvember 2007 19:00 Kevin Rudd, leiðtoga Verkamannaflokksins í Ástralíu, er spáð sigri í þingkosningunum á morgun og þar með forsætisráðherraembættinu. MYND/AP John Howard - næst þaulsetnasti forsætisráðherra Ástralíu - berst nú fyrir pólitísku lífi sínu daginn fyrir þingkosningar í landinu. Því er spáð að Verkamannaflokkur Kevins Rudds fari með sigur af hólmi. Fjölmiðlar í Ástralíu voru ekki að skafa utan af því í morgun - Howard sagður þurfa kraftaverk til að halda völdum. Hann og Frjálslyndi flokkur hans hafa verið við völd frá 1996. Aðeins einn hefur setið lengur - Robert Menzies 1949 til 1966. Verkamannaflokknum er spáð sigri leiðtoga hans - Kevin Rudd - forsætisráðherraembættinu. Kosningabaráttan hefur þótt nokkuð litlaus - helst vegna þess hve Howard og Rudd eru líkir í fasi og stefnumálum. Svo langt gekk það að á dögunum voru þeir á kosningafundi í sömu borginni - mættu í sömu verslunarmiðstöðina sama daginn og kysstu sama barnið á kollinn til að veiða atkvæði. Það sem helst hefur skaðað Howard í baráttuni síðustu vikuna er falsaður bæklingur sem flokksbræður hans gáfu út í kjördæmi þar sem mjótt er á munum. Í honum þakka tilbúin samtök múslima Verkamannaflokknum fyrir stuðning eftir hryðjuverkaárásirnar á Balí í Indónesíu 2002. Þar týndu fjölmargir ástralskir ferðmenn lífi. Þetta átti að ala á kynþáttahatri og veikja Rudd. Howard hefur svarið málið af sér en Rudd gripið það á lofti og boðar breytingar. Rudd segist skilja það að margir kjósendur hafi ekki kosið Verkamannaflokkin fyrr, þeir hugsi nú um það. Aðrir hafi ekki kosið flokkinn í lengri tíma. Við þetta fólk vilji hann segja að ef hann nái kjöri verði hann forsætisráðherra allrar þjóðarinnar. Howard varar hins vegar við breytingum. Ef kjósendur séu þeirrar skoðunar að landið sé í grunninn á leið í rétta átt séu engin rök fyrir því að breyta til. Erlent Fréttir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira
John Howard - næst þaulsetnasti forsætisráðherra Ástralíu - berst nú fyrir pólitísku lífi sínu daginn fyrir þingkosningar í landinu. Því er spáð að Verkamannaflokkur Kevins Rudds fari með sigur af hólmi. Fjölmiðlar í Ástralíu voru ekki að skafa utan af því í morgun - Howard sagður þurfa kraftaverk til að halda völdum. Hann og Frjálslyndi flokkur hans hafa verið við völd frá 1996. Aðeins einn hefur setið lengur - Robert Menzies 1949 til 1966. Verkamannaflokknum er spáð sigri leiðtoga hans - Kevin Rudd - forsætisráðherraembættinu. Kosningabaráttan hefur þótt nokkuð litlaus - helst vegna þess hve Howard og Rudd eru líkir í fasi og stefnumálum. Svo langt gekk það að á dögunum voru þeir á kosningafundi í sömu borginni - mættu í sömu verslunarmiðstöðina sama daginn og kysstu sama barnið á kollinn til að veiða atkvæði. Það sem helst hefur skaðað Howard í baráttuni síðustu vikuna er falsaður bæklingur sem flokksbræður hans gáfu út í kjördæmi þar sem mjótt er á munum. Í honum þakka tilbúin samtök múslima Verkamannaflokknum fyrir stuðning eftir hryðjuverkaárásirnar á Balí í Indónesíu 2002. Þar týndu fjölmargir ástralskir ferðmenn lífi. Þetta átti að ala á kynþáttahatri og veikja Rudd. Howard hefur svarið málið af sér en Rudd gripið það á lofti og boðar breytingar. Rudd segist skilja það að margir kjósendur hafi ekki kosið Verkamannaflokkin fyrr, þeir hugsi nú um það. Aðrir hafi ekki kosið flokkinn í lengri tíma. Við þetta fólk vilji hann segja að ef hann nái kjöri verði hann forsætisráðherra allrar þjóðarinnar. Howard varar hins vegar við breytingum. Ef kjósendur séu þeirrar skoðunar að landið sé í grunninn á leið í rétta átt séu engin rök fyrir því að breyta til.
Erlent Fréttir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira