Óttast að borgarastyrjöld brjótist út Guðjón Helgason skrifar 23. nóvember 2007 18:45 Líbanska þinginu tókst ekki að velja forseta í dag. MYND/AP Óttast er að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Andstæðum fylkingum á þingi tókst ekki að velja forseta í dag og landið því forsetalaust frá miðnætti. Her landsins er í viðbragðsstöðu. Bandamenn Sýrlendinga á þingi og þingmenn andsnúnir afskiptum ráðamanna í Damaskus af innanríkismálum Líbanons hafa tekist á um forsetaembættið síðustu misserin. Ríkisstjórn Fuads Saniora, forsætisráðherra, - sem nýtur stuðnings vesturveldanna - boðaði til atkvæðagreiðslunnar í dag en stjórnarandstöðuþingmenn - hliðhollir Sýrlendingum mættu ekki. Þar með voru ekki nógu margir á fundi þannig að hægt væri að kjósa forseta. Þingforseti frestaði kjörinu um eina viku. Kjörtímabil núverandi forseta, Emils Lahouds, bandamanns Sýrlendinga, rennur út á miðnætti í nótt og því vakna Líbanar í fyrramálið forsetalausir. Á meðan fara stjórnvöld með forsetavaldið. Það vill Lahoud alls ekki og hefur heitið því að skipa herforingjann Michel Suleiman í embættið tímabundið. Talið er nær útilokað að samkomulga takist um nýjan forseta. Þess fyrir utan þarf aukinn meirihluta atkvæða til að tryggja kjör í embættið og hvorug fylkingin hefur það mikinn stuðning. Óttast margir að upp úr sjóði . Talin er hætta á að sitt hvor ríkisstjórnin verði skipuð líkt og var þegar borgarastyrjöld geisaði í landinu á árunum 1975 til 1990. Þær fylkingar berist síðan á banaspjótum. Stjórnmálaskýrendur segja mikla spennu í loftinu. Herlið sé mjög sýnilegt. Varðstöðvum hafi veri komið upp víða í Beirút, byssuleyfi ekki veitt um óákveðinn tíma og skólum lokað í dag. Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira
Óttast er að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Andstæðum fylkingum á þingi tókst ekki að velja forseta í dag og landið því forsetalaust frá miðnætti. Her landsins er í viðbragðsstöðu. Bandamenn Sýrlendinga á þingi og þingmenn andsnúnir afskiptum ráðamanna í Damaskus af innanríkismálum Líbanons hafa tekist á um forsetaembættið síðustu misserin. Ríkisstjórn Fuads Saniora, forsætisráðherra, - sem nýtur stuðnings vesturveldanna - boðaði til atkvæðagreiðslunnar í dag en stjórnarandstöðuþingmenn - hliðhollir Sýrlendingum mættu ekki. Þar með voru ekki nógu margir á fundi þannig að hægt væri að kjósa forseta. Þingforseti frestaði kjörinu um eina viku. Kjörtímabil núverandi forseta, Emils Lahouds, bandamanns Sýrlendinga, rennur út á miðnætti í nótt og því vakna Líbanar í fyrramálið forsetalausir. Á meðan fara stjórnvöld með forsetavaldið. Það vill Lahoud alls ekki og hefur heitið því að skipa herforingjann Michel Suleiman í embættið tímabundið. Talið er nær útilokað að samkomulga takist um nýjan forseta. Þess fyrir utan þarf aukinn meirihluta atkvæða til að tryggja kjör í embættið og hvorug fylkingin hefur það mikinn stuðning. Óttast margir að upp úr sjóði . Talin er hætta á að sitt hvor ríkisstjórnin verði skipuð líkt og var þegar borgarastyrjöld geisaði í landinu á árunum 1975 til 1990. Þær fylkingar berist síðan á banaspjótum. Stjórnmálaskýrendur segja mikla spennu í loftinu. Herlið sé mjög sýnilegt. Varðstöðvum hafi veri komið upp víða í Beirút, byssuleyfi ekki veitt um óákveðinn tíma og skólum lokað í dag.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira