Enski boltinn

Englendingar detta úr efsta styrkleikaflokki

Enska landsliðið verður ekki í efsta styrkleikaflokki fyrir HM 2010 eftir að hafa mistekist að tryggja sér sæti á EM. Liðið hefur fallið um 12 sæti og misst lið eins og Grikki fram úr sér.

Þetta þýðir að enska liðið er ekki á meðal níu efstu liða í pottinum þegar dregið verður á sunnudaginn. Englendingar eru þess í stað í næstefsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn og gætu því hafnað í riðli með liðum eins og Ítölum, Frökkum eða Þjóðverjum í erfiðum riðli í undankeppninni.

Skotar hafa einnig fallið um eitt sæti í það 14. og verða því í sama potti og Englendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×