Erlent

Gáfu sjúkrabíl til Nikargva

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gerður Gestsdóttir hélt stutta ræðu þegar hún afhenti bílinn.
Gerður Gestsdóttir hélt stutta ræðu þegar hún afhenti bílinn.

Rauði krossinn í Camoapa í Nikargva fékk afhentan glænýjan sjúkrabíl frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands nú á dögunum. „Sveitarfélagið er stórt, samgöngur erfiðar og talsverð vegalengd á næsta spítala. Sjúkrabíllinn á því eftir að koma að góðum notum," segir Gerður Gestsdóttir verkefnastjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands. „Guatalupe Calero, forseti Rauða krossdeildar Camoapa, hefur barist fyrir því í fimmtán ár að fá sjúkrabíl í sveitarfélagið," segir Gerður. Að hennar sögn er þörfin fyrir sjúkrabíl á þessu svæði augljós. Sama dag og bíllinn var afhentur hafi tvisvar þurft að nota hann til sjúkraflutninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×