Erlent

Skóla í Þýskalandi lokað vegna ótta við skotárás

Menntaskóla í Köln var lokað í gær vegna fregna af því að þar hygðst tveir piltar ráðast vopnaðir inn.
Menntaskóla í Köln var lokað í gær vegna fregna af því að þar hygðst tveir piltar ráðast vopnaðir inn. MYND/AP

Skóla í bænum Kaarst nærri Düsseldorf í Þýskalandi var lokað í dag vegna ótta við skotárás. Eftir því sem erlendir miðlar greina frá var það lögreglan í Finnlandi sem lét lögregluna í Þýskalandi vita af hugsanlegri árás.

Sú finnska hafði rekist á skilaboð á spjallsíðu á Netinu þar sem tveir menn sögðust hafa heyrt um að áform einhverra um að láta til skarar skríða í skólanum í Kaarst. Tók lögreglan í Kaarst enga áhættu og ákvað að loka skólanum.

Fjölmörgum skólum hefur verið lokað á síðustu tveimur vikum vegna hótana um skotárásir, en þær hafa komið í kjölfar árásar í Jokela-menntaskólanum í Finnlandi þar sem nemandi myrti átt manns.

Síðast um helgina tókst lögreglu í Köln að koma í veg fyrir árás tveggja pilta í skóla þar í borg en annar þeirra svipti sig lífi eftir að lögregla hafði yfirheyrt hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×