Morð skipulögð í Köln og Björgvin Guðjón Helgason skrifar 19. nóvember 2007 18:30 Lögreglan í Þýskalandi telur sig hafa komið í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Annar hinna grunuðu svipti sig lífi eftir yfirheyrslur. Lögregla í Björgvin í Noregi handtók síðan ungan mann í dag, sem sett hafði áform um fjöldamorð þar á Internetið. Það var árvökull nemandi í Georg-Büchner menntaskólanum sem veitti því athygli að tveir samnemendur hans voru að skoða myndir tengdar ódæðunum í Columbine menntaskólanum í Colorado í Bandaríkjunum 1999 þegar tveir nemendur myrtu 23 samnemendur og einn kennara. Hann lét vita. Lögregla yfirheyrði drengina og þeim var síðan sleppt. Sá yngri - 17 ára - kastaði sér fyrir sporvagn skömmu síðar og svipti sig þannig lífi. Sá eldri - 18 ára - er nú í haldi lögreglu. Hann hefur viðurkennt að þeir hafi báðir viljað drepa og særa annað fólk og ætluðu síðan að svipta sig lífi. Loftbyssur, lásbogar og leiðbeiningar í sprengjusmíði voru meðal þess sem fannst heima hjá þeim. Önnur morðárás í evrópskum skóla mun hafa verið í undirbúningi í Noregi. Lögreglan í Askøy - nærri Björgvin - beið menntaskólanema þar í morgun og handtók hann um leið og hann steig út úr skólarútunni. Lögreglu og skólayfirvöldum hafði borist ábending frá konu á Englandi um myndband á vefnum Youtube þar sem sýnd var mynd af Erdal-menntaskólanum. Var það túlkuð sem hótun. Rækilega var leitað á öllum nemendum skólans og skápum þeirra. Hundar þefuðu eftir sprengiefni. Ekki er vitað með vissu hvort alvara var að baki hótuninni. Odd Dale, lögreglustjóri í Askøy, segir að þegar myndbandið hafi verið skoðað á vefnum og textinn gaf tilefni til að trúa að um hótun væri að ræða. Myndin hafi verið af Erdal skólanum og þetta hafi minnt á aðdraganda skólamorðanna í Tuusula í Finnlandi á dögunum. Þess vegna hafi allur varinn verið talinn góður. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Lögreglan í Þýskalandi telur sig hafa komið í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Annar hinna grunuðu svipti sig lífi eftir yfirheyrslur. Lögregla í Björgvin í Noregi handtók síðan ungan mann í dag, sem sett hafði áform um fjöldamorð þar á Internetið. Það var árvökull nemandi í Georg-Büchner menntaskólanum sem veitti því athygli að tveir samnemendur hans voru að skoða myndir tengdar ódæðunum í Columbine menntaskólanum í Colorado í Bandaríkjunum 1999 þegar tveir nemendur myrtu 23 samnemendur og einn kennara. Hann lét vita. Lögregla yfirheyrði drengina og þeim var síðan sleppt. Sá yngri - 17 ára - kastaði sér fyrir sporvagn skömmu síðar og svipti sig þannig lífi. Sá eldri - 18 ára - er nú í haldi lögreglu. Hann hefur viðurkennt að þeir hafi báðir viljað drepa og særa annað fólk og ætluðu síðan að svipta sig lífi. Loftbyssur, lásbogar og leiðbeiningar í sprengjusmíði voru meðal þess sem fannst heima hjá þeim. Önnur morðárás í evrópskum skóla mun hafa verið í undirbúningi í Noregi. Lögreglan í Askøy - nærri Björgvin - beið menntaskólanema þar í morgun og handtók hann um leið og hann steig út úr skólarútunni. Lögreglu og skólayfirvöldum hafði borist ábending frá konu á Englandi um myndband á vefnum Youtube þar sem sýnd var mynd af Erdal-menntaskólanum. Var það túlkuð sem hótun. Rækilega var leitað á öllum nemendum skólans og skápum þeirra. Hundar þefuðu eftir sprengiefni. Ekki er vitað með vissu hvort alvara var að baki hótuninni. Odd Dale, lögreglustjóri í Askøy, segir að þegar myndbandið hafi verið skoðað á vefnum og textinn gaf tilefni til að trúa að um hótun væri að ræða. Myndin hafi verið af Erdal skólanum og þetta hafi minnt á aðdraganda skólamorðanna í Tuusula í Finnlandi á dögunum. Þess vegna hafi allur varinn verið talinn góður.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira