Erlent

Flokki Pútíns spáð kosningasigri

Pútín Rússlandsforseti
Pútín Rússlandsforseti MYND/AFP

Flokki Vladimir Pútíns, forseta Rússlands, er spáð sigri í þingkosningunum sem fram fara þar í landi í næsta mánuði. Samkvæmt nýútkominni skoðunarkönnun mun flokkurinn fá yfirgnæfandi meirihluta þingsæta.

Þingkosningarnar í Rússlandi fara fram 2. desmber næstkomandi. Samkvæmt skoðunarkönnun sem gerð var í síðustu viku fær flokkur Pútíns, Sameinað Rússland, 67 prósent atkvæða og þá fær Kommúnistaflokkurinn14 prósent atkvæða. Enginn annar flokkur nær yfir 7 prósenta lágmarkið sem þarf til að fá mann kjörinn á þing.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×