Lögreglumaðurinn niðurbrotinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2007 14:22 Bróðir Gabriele Sandri var óhuggandi í gær. Nordic Photos / AFP Lögreglumaðurinn sem varð valdur að bana 26 ára stuðningsmanns Lazio á Ítalíu í gær segist vera niðurbrotinn maður. Maðurinn, Gabriele Sandri, var skotinn til bana er hann sat í bíl sínum á áningastað við þjóðveginn nærri borginni Azerro í Tuskanahéraði. Í kjölfarið braust út ofbeldi víða um Ítalíu í tengslum við knattspyrnuleiki. Meðal þess sem átti sér stað var að fótboltabullur í Mílanó köstuðu grjóti í lögreglustöð og réðust að tveimur blaðamönnum. Í Bergamo varð að flauta af leik Atalanta og AC Milan eftir tíu mínútna leik þar sem áhorfendur reyndu að ryðjast inn á völlinn. Í Siena hrópuðu stuðningsmenn ókvæðisorðum að lögreglunni og kölluðu þá morðingja og þá var leik Roma og Cagliari frestað. Jafnframt voru ýmis konar atvik í tengslum við leiki í neðri deildum Ítalíu sem rekja má til dauðsfallsins. Sandri sat í bíl sínum er lögreglumaður hljóp til að stöðva slagsmál stuðningsmanna Lazio og Juventus við fyrrnefndan áningastað. Lögreglumaðurinn sagðist hafa verið í 200 metra fjarlægð og stungið byssunni í hulstrið sitt eftir að hafa skotið viðvörunarskoti í loftið. „Ég var ekki að miða á neinn," sagði lögreglumaðurinn sem hefur verið starfandi sem slíkur í tólf ár. „Fyrsta skotið fór út í loftið og það síðara þegar ég var að hlaupa. Nú þegar ég veit hvað gerðist er ég algjörlega niðurbrotinn. Ég hef eyðilaggt tvær fjölskyldur, annars vegar fjölskyldu þessa drengs og mína fjölskyldu." Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagðist vera afar áhyggjufullur vegna atburða gærdagsins og fyrirskipaði rannsókn. Giancarlo Abete, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, sagði að hann væri reiðubúinn að kynna róttækar breytingar í kjölfar þessara atburða. Ítalski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
Lögreglumaðurinn sem varð valdur að bana 26 ára stuðningsmanns Lazio á Ítalíu í gær segist vera niðurbrotinn maður. Maðurinn, Gabriele Sandri, var skotinn til bana er hann sat í bíl sínum á áningastað við þjóðveginn nærri borginni Azerro í Tuskanahéraði. Í kjölfarið braust út ofbeldi víða um Ítalíu í tengslum við knattspyrnuleiki. Meðal þess sem átti sér stað var að fótboltabullur í Mílanó köstuðu grjóti í lögreglustöð og réðust að tveimur blaðamönnum. Í Bergamo varð að flauta af leik Atalanta og AC Milan eftir tíu mínútna leik þar sem áhorfendur reyndu að ryðjast inn á völlinn. Í Siena hrópuðu stuðningsmenn ókvæðisorðum að lögreglunni og kölluðu þá morðingja og þá var leik Roma og Cagliari frestað. Jafnframt voru ýmis konar atvik í tengslum við leiki í neðri deildum Ítalíu sem rekja má til dauðsfallsins. Sandri sat í bíl sínum er lögreglumaður hljóp til að stöðva slagsmál stuðningsmanna Lazio og Juventus við fyrrnefndan áningastað. Lögreglumaðurinn sagðist hafa verið í 200 metra fjarlægð og stungið byssunni í hulstrið sitt eftir að hafa skotið viðvörunarskoti í loftið. „Ég var ekki að miða á neinn," sagði lögreglumaðurinn sem hefur verið starfandi sem slíkur í tólf ár. „Fyrsta skotið fór út í loftið og það síðara þegar ég var að hlaupa. Nú þegar ég veit hvað gerðist er ég algjörlega niðurbrotinn. Ég hef eyðilaggt tvær fjölskyldur, annars vegar fjölskyldu þessa drengs og mína fjölskyldu." Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagðist vera afar áhyggjufullur vegna atburða gærdagsins og fyrirskipaði rannsókn. Giancarlo Abete, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, sagði að hann væri reiðubúinn að kynna róttækar breytingar í kjölfar þessara atburða.
Ítalski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira