Enn mótmælt í Búrma Guðjón Helgason skrifar 31. október 2007 12:21 Rúmlega 200 búddamunkar mótmæltu herforingjastjórninni í Búrma í morgun. Mótmælin voru friðsamleg. Ekki er búist við að mótmælt verði víðar og að fleiri taki þátt vegna þess hversu hart var tekið á umfangsmiklum mótmælum í stærstu borgum Búrma í síðasta mánuði. Herforingjastjórnin í Búrma tók hart á mótmælendum í lok síðasta mánaðar. Á nokkrum dögum var bundin endir á aðgerðir búddamunkanna sem höfðu gengið dag eftir dag um götur Rangún og annarra borga og krafist lýðræðis. Almenningur hafði gengið í lið með þeim og lýðræðishreyfingunni vaxið fiskur um hrygg á örfáum dögum. Mótmælin urðu þau umfangsmestu í landinu í tvo áratugi. Í fyrstu svöruðu herforingjarnir ekki af fullri hörku eins og talið var nær fullvíst - en að lokum var látið sverfa til stáls. Minnst tíu féllu í átökum og fjölmargir voru handteknir. Síðan hefur verið rólegt á götum Búrma en loftið lævi blandið. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af því að rúmlega 200 búddamunkar hefðu gengið í gegnum þorpið Pakkoku og krafist lýðræðis með friðsömum hætti. Ólíklegt er þó talið að mótmælin verði jafn umfangsmikil og í síðasta mánuði. Svar herforingjanna hafi verið nægilega harkalegt til að skjóta skelk í bringu mótmælenda. En um leið og mótmælt var í morgun bárust fréttir af því að mörg þúsund börn væru í her Búrma. Það eru bandarísku mannréttindasamtökin Human Rights Watch sem greina frá þessu í nýúkominni skýrslu. Þar segir að tíu ára gömul börn séu með ofbeldi og hótunum neydd til að skrá sig í herinn. Þetta mun gert til að fjölga í hernum en of fáir sem hafi aldur til vilji skrá sig og margir sem hafi skráð sig gerist liðhlaupar skömmu síðar. Stjórnvöld í Búrma hafa fullyrt að þau reyni að koma í veg fyrir að börn starfi fyrir herinn en fulltrúar Human Rights Watch vilja að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna refsi stjórnvöldum í Búrma harðlega fyrir þessi meintu mannréttindabrot. Erlent Fréttir Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Rúmlega 200 búddamunkar mótmæltu herforingjastjórninni í Búrma í morgun. Mótmælin voru friðsamleg. Ekki er búist við að mótmælt verði víðar og að fleiri taki þátt vegna þess hversu hart var tekið á umfangsmiklum mótmælum í stærstu borgum Búrma í síðasta mánuði. Herforingjastjórnin í Búrma tók hart á mótmælendum í lok síðasta mánaðar. Á nokkrum dögum var bundin endir á aðgerðir búddamunkanna sem höfðu gengið dag eftir dag um götur Rangún og annarra borga og krafist lýðræðis. Almenningur hafði gengið í lið með þeim og lýðræðishreyfingunni vaxið fiskur um hrygg á örfáum dögum. Mótmælin urðu þau umfangsmestu í landinu í tvo áratugi. Í fyrstu svöruðu herforingjarnir ekki af fullri hörku eins og talið var nær fullvíst - en að lokum var látið sverfa til stáls. Minnst tíu féllu í átökum og fjölmargir voru handteknir. Síðan hefur verið rólegt á götum Búrma en loftið lævi blandið. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af því að rúmlega 200 búddamunkar hefðu gengið í gegnum þorpið Pakkoku og krafist lýðræðis með friðsömum hætti. Ólíklegt er þó talið að mótmælin verði jafn umfangsmikil og í síðasta mánuði. Svar herforingjanna hafi verið nægilega harkalegt til að skjóta skelk í bringu mótmælenda. En um leið og mótmælt var í morgun bárust fréttir af því að mörg þúsund börn væru í her Búrma. Það eru bandarísku mannréttindasamtökin Human Rights Watch sem greina frá þessu í nýúkominni skýrslu. Þar segir að tíu ára gömul börn séu með ofbeldi og hótunum neydd til að skrá sig í herinn. Þetta mun gert til að fjölga í hernum en of fáir sem hafi aldur til vilji skrá sig og margir sem hafi skráð sig gerist liðhlaupar skömmu síðar. Stjórnvöld í Búrma hafa fullyrt að þau reyni að koma í veg fyrir að börn starfi fyrir herinn en fulltrúar Human Rights Watch vilja að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna refsi stjórnvöldum í Búrma harðlega fyrir þessi meintu mannréttindabrot.
Erlent Fréttir Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira