Erlent

Madeleine rænt eftir pöntun

Valinn hópur einkaspæjara sem nú leitar að Madeleine McCann telur að ránið á henni hafi verið eftir pöntun.

 

Samkvæmt frásögn blaðsins News of the World telja spæjararnir að mannræningjarnir hafi látið til skarar skríða eftir ábendingu um að ljóshært stúlkurbarn væri að finna á hóteli því sem McCann fjölskyldan gisti í Portúgal.

 

Eftir að hafa fylgst með ferðum fjölskyldunnar létu þeir til skarar skríða er tækifærið gafst. Síðan var Madeleine komið i hendurnar á barnaníðingahring í Marokkó það sem hún var seld áfram í hendur annarra barnaníðinga.

 

Það er einkaspæjaraskrifstofan Spanish Metodo 3 sem McCann fjölskyldan hefur ráðið til að hafa uppi á Madeleine. Stofan er þekkt fyrir að hafa aldrei áður mistekist að hafa upp á þeim persónum sem hún hefur verið fengin til að finna.

 

Um leið og Spanish Metodo fékk þetta verkefni opnuðu þeir sérstaka neyðarlínu og hófu herferð á netinu í leit að vísbendingum. Sem stendur eru þeir að vinna úr um 400 vísbendingum sem þeim hafa borist á undanförnum tveimur mánuðum.

 

Samkvæmt frásögn News of the World telja einkaspæjararnir nær öruggt að Madeleine hafi verið flutt til Marokkó eftir að henni var rænt. Það hafi hinsvegar verið portúgalskir menn sem rændu henni upphaflega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×