Ekkert bendir til sektar McCann hjónanna Óli Tynes skrifar 21. október 2007 15:26 Stevens lávarður. Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúnaborgar segir í blaðagrein í dag að enginn möguleiki væri á því í Bretlandi að MacCann hjónin yrðu ákærð fyrir að hafa orðið dóttur sinni Madeleine að bana. Það séu einfaldlega engin gögn sem bendi til sektar þeirra. Stevens lávarður var rannsóknarlögreglumaður í fjörutíu ár. Fyrir helgi var hann skipaður sérstakur ráðgjafi Gordons Brown forsætisráðherra í alþjóðlegum öryggismálum. Í grein í News of The World segir hann portúgölsku lögregluna hafa klúðrað málinu skelfilega. Hún hefði strax á fyrsta degi átt að meðhöndla McCann hjónin sem grunuð í málinu. Það sé staðreynd að í þrem af hverjum fjórum barnamorðum séu foreldrarnir sekir. Stevens lávarður segir að portúgalska lögreglan hefði átt að vera kurteis og tillitssöm við hjónin en yfirheyra þau látlaust aftur og aftur, til þess að fá mynd af því sem gerðist þetta kvöld. Jafnframt hefði átt að innsigla íbúðina og næsta umhverfi og hleypa engum þangað nema sérfræðingum. Lávarðurinn segir að ef McCann hjónin hefðu verið rannsökuð almennilega strax í upphafi, þyrftu þau kannski ekki að þurfa að standa í því núna að reyna að hreinsa sig. Og ef íbúðin hefði verið innsigluð gæti hafa fundist þar heill fjársjóður af vísbendingum. Þess í stað hafi íbúðin verið notuð sem einhverskonar stjórnstöð fyrir leitina að Madeleine og fólk hafi vaðið þar út og inn. Lávarðurinn er furðu lostinn yfir því að Kate McCann hafi fengið að halda í mjúka gæluköttinn CuddleCat, sem Madeleine svaf með. Kötturinn hafi verið í rúmi telpunnar og svo settur upp á háa hillu. Líklega af þeim sem nam hana á brott. Lögreglustjórinn fyrrverandi sagði að jafnvel nýliði í lögreglunni í Bretlandi hefði strax sett köttinn í plastpoka og sent hann í rannsókn. Lávarðurinn blæs af fyrirlitningu á vangaveltur um að McCann hjónin hafi komið líki Madeleine undan í bíl sem þau leigðu 25 dögum eftir að hún hvarf. Hann spyr hvernig í ósköpunum þau hefðu átt að fara að því þar sem þau voru í sviðsljósi bæði lögreglu og fjölmiðla allan þennan tíma. Lögregluforinginn fyrrverandi segir að í því sambandi verði að horfa á óhugnanlega staðreynd. Eftir allan þennan tíma hefði lík telpunnar verið illa á sig komið. Mikill leki af líkamsvessum og frumum. Og lyktin hefði verið skelfileg. Hún hefði mengað lokað rými eins og skott á bíl í langan langan tíma. Það komi enganvegin sama við það sem portúgalska lögreglan segi um örlítinn vott af vísbendingum í skottinu. Stevens lávarður lýsir því ekki yfir afdráttarlaust að McCann hjónin séu saklaus. Hinsvegar hafi ekki fundist minnsti snefill af sönnunargögnum sem bendi til annars. Hann segir frá því að í tíu ár hafi hann veitt forstöðu glæpasálfræðimiðstöð innanríkisráðuneytisins sem hefur meðal annars það hlutverk að gera prófíla af afbrotamönnum. Þar hafi hann unnið með öðrum þrautreyndum lögreglumönnum og sálfræðingum eins og prófessor David Canter. Lávarðurinn segist sammála því sem Canter hafi sagt í sjónvarpsviðtali að hann telji líklegast að Madeleine hafi verið rænt. McCann hjónin hafi hvergi komið þar nærri. Lögreglumaðurinn segir einnig að allt sem hann hafi séð til hjónanna hafi sannfært hann um að prófíll þeirra passi ekki fólki sem hafi drepið barn sitt. Hann segir að þau hafi verið gagnrýnd fyrir að vera róleg og hafa fulla stjórn á sjálfum sér í viðtölum við fjölmiðla. Það kemur honum ekki á óvart. Þau séu bæði læknar. Hann skurðlæknir og hún heimilislæknir. Þau séu reynslumikið fagfólk sem sé þrautþjálfað í því að fást við neyðartilvik. Í neyðarástandi sé fagfólk rólegt og yfirvegað. Niðurstaða Stevens lávarðar er einföld. Það finnst ekki minnsti vottur af vísbendingum um að McCann hjónin beri nokkra ábyrgð á hvarfi Madeleine litlu. Erlent Madeleine McCann Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúnaborgar segir í blaðagrein í dag að enginn möguleiki væri á því í Bretlandi að MacCann hjónin yrðu ákærð fyrir að hafa orðið dóttur sinni Madeleine að bana. Það séu einfaldlega engin gögn sem bendi til sektar þeirra. Stevens lávarður var rannsóknarlögreglumaður í fjörutíu ár. Fyrir helgi var hann skipaður sérstakur ráðgjafi Gordons Brown forsætisráðherra í alþjóðlegum öryggismálum. Í grein í News of The World segir hann portúgölsku lögregluna hafa klúðrað málinu skelfilega. Hún hefði strax á fyrsta degi átt að meðhöndla McCann hjónin sem grunuð í málinu. Það sé staðreynd að í þrem af hverjum fjórum barnamorðum séu foreldrarnir sekir. Stevens lávarður segir að portúgalska lögreglan hefði átt að vera kurteis og tillitssöm við hjónin en yfirheyra þau látlaust aftur og aftur, til þess að fá mynd af því sem gerðist þetta kvöld. Jafnframt hefði átt að innsigla íbúðina og næsta umhverfi og hleypa engum þangað nema sérfræðingum. Lávarðurinn segir að ef McCann hjónin hefðu verið rannsökuð almennilega strax í upphafi, þyrftu þau kannski ekki að þurfa að standa í því núna að reyna að hreinsa sig. Og ef íbúðin hefði verið innsigluð gæti hafa fundist þar heill fjársjóður af vísbendingum. Þess í stað hafi íbúðin verið notuð sem einhverskonar stjórnstöð fyrir leitina að Madeleine og fólk hafi vaðið þar út og inn. Lávarðurinn er furðu lostinn yfir því að Kate McCann hafi fengið að halda í mjúka gæluköttinn CuddleCat, sem Madeleine svaf með. Kötturinn hafi verið í rúmi telpunnar og svo settur upp á háa hillu. Líklega af þeim sem nam hana á brott. Lögreglustjórinn fyrrverandi sagði að jafnvel nýliði í lögreglunni í Bretlandi hefði strax sett köttinn í plastpoka og sent hann í rannsókn. Lávarðurinn blæs af fyrirlitningu á vangaveltur um að McCann hjónin hafi komið líki Madeleine undan í bíl sem þau leigðu 25 dögum eftir að hún hvarf. Hann spyr hvernig í ósköpunum þau hefðu átt að fara að því þar sem þau voru í sviðsljósi bæði lögreglu og fjölmiðla allan þennan tíma. Lögregluforinginn fyrrverandi segir að í því sambandi verði að horfa á óhugnanlega staðreynd. Eftir allan þennan tíma hefði lík telpunnar verið illa á sig komið. Mikill leki af líkamsvessum og frumum. Og lyktin hefði verið skelfileg. Hún hefði mengað lokað rými eins og skott á bíl í langan langan tíma. Það komi enganvegin sama við það sem portúgalska lögreglan segi um örlítinn vott af vísbendingum í skottinu. Stevens lávarður lýsir því ekki yfir afdráttarlaust að McCann hjónin séu saklaus. Hinsvegar hafi ekki fundist minnsti snefill af sönnunargögnum sem bendi til annars. Hann segir frá því að í tíu ár hafi hann veitt forstöðu glæpasálfræðimiðstöð innanríkisráðuneytisins sem hefur meðal annars það hlutverk að gera prófíla af afbrotamönnum. Þar hafi hann unnið með öðrum þrautreyndum lögreglumönnum og sálfræðingum eins og prófessor David Canter. Lávarðurinn segist sammála því sem Canter hafi sagt í sjónvarpsviðtali að hann telji líklegast að Madeleine hafi verið rænt. McCann hjónin hafi hvergi komið þar nærri. Lögreglumaðurinn segir einnig að allt sem hann hafi séð til hjónanna hafi sannfært hann um að prófíll þeirra passi ekki fólki sem hafi drepið barn sitt. Hann segir að þau hafi verið gagnrýnd fyrir að vera róleg og hafa fulla stjórn á sjálfum sér í viðtölum við fjölmiðla. Það kemur honum ekki á óvart. Þau séu bæði læknar. Hann skurðlæknir og hún heimilislæknir. Þau séu reynslumikið fagfólk sem sé þrautþjálfað í því að fást við neyðartilvik. Í neyðarástandi sé fagfólk rólegt og yfirvegað. Niðurstaða Stevens lávarðar er einföld. Það finnst ekki minnsti vottur af vísbendingum um að McCann hjónin beri nokkra ábyrgð á hvarfi Madeleine litlu.
Erlent Madeleine McCann Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira