Erlent

Börn McCann hjónanna fengu aldrei svefnlyf

Óli Tynes skrifar
Madeleine McCann.
Madeleine McCann.
Ný rannsókn hefur leitt í ljós að tvíburasystkinum Madeleine McCann var ekki gefið svefnlyf daginn sem hún hvarf í Portúgal.

Portúgalskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að McCann hjónin, sem bæði eru læknar, hafi gefið börnum sínum svefnlyf til þess að fá frið til þess að fara út að borða.

Fjölmiðlarnir hafa getið sér til um að Madeleine hafi óvart verið gefin of stór skammtur, sem hafi dregið hana til dauða. Eftirleikurinn hafi ekki verið annað en tilraun foreldranna til þess að fela verknaðinn.

Hjónin hafa nú látið rannsóknarstofu rannsaka hár tvíburasystkinanna til þess að afsanna að þau hafi ekki gefið börnum sínum svefnlyf. Sú rannsókn leiddi í ljós að tvíburunum hafði ekki verið gefið svenlyf daginn örlagaríka.

Rachel Wood hjá rannsóknarstofunni Tricho Tech, sem er í einkaeign, segir: "Allt efni sem fer inn í æðarnar fer einnig inn hársræturnar. Og það er kyrrt á sama stað meðan hárið vex."

Talsmaður McCann fjölskyldunnar, Clarence Mitchell sagði; "Mér er það ánægja að geta aftur staðfest að Kate og Gerry hafa aldrei gefið börnum sínum svefnlyf."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×