Erlent

Átta láta lífið í sprengingu í Manila

Aukin gæsla á götum Manila.
Aukin gæsla á götum Manila. MYND/AFP

Átta létust og að minnsta kosti sjötíu særðust þegar sprenging varð í verslunarmiðstöð í Manila, höfuðborg Filippseyja, í morgun. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni.

Í fyrstu var haldið að gaskútur hafi sprungið í loft upp en lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Mikill viðbúnaður er nú í Manila og hefur öryggisgæsla verði hert á götum borgarinnar og á flugvöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×