Erlent

Reykja fyrir sektinni

MYND/AFP

Kráareigandi í Holbæk á Jótlandi býður gestum sínum upp á að reykja á staðnum gegn því að leggja tvær krónur danskar, eða rúmar 20 íslenskar í púkk, til að greiða sektina sem kráareigandinn fær fyrir að heimila reykingar.

Sjóðurinn er þegar orðinn digur, að sögn Jótlandspóstsins og munu þessi tilhögun hafa verið tekin upp á fleiri krám á jótlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×