Erlent

Meintur barnaníðingur handtekinn

Christopher Paul Neil við komuna til Bangkok.
Christopher Paul Neil við komuna til Bangkok. MYND/Interpol

Kanadíski kennarinn sem grunaður er um að hafa misnotað mörg hundruð drengi var handtekinn í Tælandi í gær.

Maðurinn var eftirlýstur af Alþjóðalögreglunni, Interpol, eftir að yfir tvö hundruð myndir af honum með drengjum sem hann á að hafa beitt kynferðislegu ofbeldi fundust á Netinu. Maðurinn var starfandi sem enskukennari í Suður-Kóreu en flúði til Tælands eftir að lögreglan byrjaði að leita að honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×