Erlent

Yfir 130 létu lífið í tilræði gegn Benazir Bhutto

Að minnsta kosti 130 manns létu lífið og um eitt hundra særðust þegar tvær sprengjur sprungu í borginni Karachi í Pakistan í gær.

Sprengjurnar sprungu í mannþröng rétt við bílalest Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, en mikill mannfjöldi var samankomin á götum Karachi til að fagna heimkomu hennar úr útlegð. Sjálf slapp Bhutto ósködduð úr árásinni. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en fjölmörg samtök herskárra múslima höfðu hótað henni lífláti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×