Erlent

Hundruð þúsunda fögnuðu Bhutto

Þórir Guðmundsson skrifar

Hundruð þúsunda manna tóku fagnandi á móti Benazir Bhutto við komu hennar til Pakistans í dag, eftir átta ára sjálfskipaða útlegð.

Bhutto kemur til Pakistans vongóð um að verða forsætisráðherra í þriðja sinn, valdamesta manneskja sjöttu fjölmennustu þjóðar í ríki, pólitískur leiðtogi 165 milljóna múslima. Hún hefur verið í útlegð síðan hún og maður hennar voru sökuð um fjármálaspillingu.

Heimkoman hlýtur að hafa verið framar björtustu vonum. Bhutto leiðir nú kosningabaráttu Þjóðarflokks Pakistans, en kosið verður til þings í janúar. Pervez Musharraf forseti bíður enn eftir því að fá kjör sitt í forsetaembættið staðfest af hæstarétti, en þegar þingkosningar hafa farið fram má segja að herstjórn hans hafi liðið sitt skeið.

Og Bhutto vonast til þess að fá tækifæri, enn einu sinni, til að innleiða lýðræði í Pakistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×