Erlent

Óttast skaðleg áhrif þráðlausra módema

MYND/Getty Images

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi vilja nú kanna hvort rafbylgjur frá þráðlausum módemum sem notuð eru víða á heimilum geti haft skaðleg áhrif á heilann.

Margir vísindamenn vilja meina að tækin hafi jafnvel meiri áhrif á heilann en farsímamöstur.

Töluverð umræða hefur skapast um málið í Bretlandi og sitt sýnist hverjum. Rannsóknir sem gerðar hafa verið hingað til þykja hins vegar ekki nægilega yfirgripsmiklar. Því vilja heilbrigðisyfirvöld þar í landi kanna í eitt skipti fyrir öll möguleg áhrif umrædds tækjabúnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×