Erlent

Nýskráðum bílum fækkar í Evrópu í september

MYND/GVA

Nýskráningum bíla innan Evrópusambandsins og á Íslandi, í Noregi og Sviss, fækkaði um eitt og hálft prósent miðað við sama mánuð í fyrra eftir því sem fram kemur í tölum Samtaka bílaframleiðenda í Evrópu.

Nýskráðum Reanault-bílum fækkaði þannig um rúm tíu prósent á milli ára, Volkswagen um nærri sjö prósent og Peugeot og Citröen um nærri fimm prósent. Hins vegar fjölgaði nýskráðum bílum frá framleiðendum BMW, Fiat og General Motors og nýskráðum Hondum fjölgaði um 10,5 prósent.

Fyrstu níu mánuði ársins voru 0,8 prósentum fleiri bílar nýrskráðir í löndunum öllum en á sama tímabili árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×