Erlent

Kínverjar sprengja lengstu kínverjakeðju í heimi

Borgaryfirvöld í kínversku borginni Liuyang vona að borgin komist á spjöld sögunnar og síður heimsmetabóka með því að sprengja yfir 18 km langa keðju af "kínverjum" eða hvellbombum. Þessi sprengjuveisla er samvinnuverkefni 35 flugeldaverksmiðja í borginni.

Zeng Mengxiong, tæknimaður fyrir þetta verk, segir í samtali við þarlenda fjölmiðla að markmiðið sé að fagna opnun Hinnar alþjóðlegu flugeldahátíð Liuyang borgar. "Við reiknum með að það taki 85-90 mínútur að sprengja allar hvellbomburnar," segir Zeng.

Miklar öryggisráðstafanir verða gerðar fyrir þennan atburð sem verður þann 26. október. Myndað verður 10 metra autt svæði sitthvoru megin við hvellbombukeðjuna og um 3.000 lögreglumenn munu gæta þess að enginn hætti sér og nálægt bombunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×