Erlent

Lífstíðar fangelsi fyrir að myrða tvö börn

Úr safni.
Úr safni. MYND/AFP

Japönsk kona var í gær dæmd í lífstíðar fangelsi þar í landi fyrir að myrða tvö börn. Konan stakk börnin með hníf og losaði sig við líkin á hrísgrjónaakri.

Börnin, stelpa og strákur, voru fimm ára gömul þegar þau voru myrt. Þau voru bæði vinir dóttur konunnar og var konan vön að keyra þau öll í leikskólann á morgnana.

Réttarhöldin yfir konunni hafa staðið yfir í eitt ár og krafðist ákæruvaldið dauðarefsingar. Á það vildi dómarinn ekki fallast þar sem konan er andlega veik og átti við mikil geðræn vandamál að stríða þegar morðin voru framin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×