Erlent

Kosningasjóður Hillary Clinton stækkar hratt

Hillary Clinton.
Hillary Clinton. MYND/AFP

Kosningasjóður Hillary Clinton, sem sækist eftir útnefningu demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar, stækkar nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Henni hefur nú tekist að safna nærri 200 milljónum króna meira en helsti keppinautur hennar Barack Obama.

Aldrei áður hefur jafn mikið safnast í kosningasjóði frambjóðenda Demókrataflokksins vegna forsetakosninga í Bandaríkjunum.

Í lok þriðja ársfjórðungs hafði Hilary Clintoin safnað um 2,1 milljarði króna í kosningasjóð sinn. Sjóður Barack Obama nam á sama tíma 1,9 milljarði króna. Talið er að forsetaframbjóðendurnir tveir hafi eytt sem samsvarar 2,5 milljarði króna í kosningabaráttu sína fram til þessa.

Til samanburðar má nefna að Rudy Giuliani, einn helsti frambjóðandi Repúblikanaflokksins, safnaði um 700 milljónum króna í sinn kosningasjóð á þriðja ársfjórðungi þessa árs.

Forval Demókrataflokksins í Bandaríkjunum fer fram á fyrri hluta næsta árs. Forsetakosningarnar sjálfar fara fram í nóvember á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×