Erlent

Tyrkir undirbúa innrás í Írak

MYND/Stöð2

Stjórnvöld í Írak hvöttu Tyrki í gær til hætta við yfirvofandi árás gegn kúrdískum skæruliðum í norðurhluta Írak. Um sextíu þúsund tyrkneskir hermenn eru nú í viðbragðsstöðu við landamæri ríkjanna.

Tyrkneska ríkisstjórni fór í gær formlega fram á það við þjóðþing landsins að styddi árás inn í kúrdahéruð Íraks. Þingið mun greiða atkvæði um tillögun á morgun en fastlega er gert ráð fyrir að hún verði samþykkt.

Um fimmtán tyrkneskir hermenn hafa fallið á síðustu vikum eftir árásir kúrdíska skæruliða yfir landamærin. Um er ræða liðsmenn Verkamannaflokks Kúrda, PKK, sem hafa bækistöðvar í norðurhluta Íraks.

Bæði stjórnvöld í Írak og Bandaríkjunum hafa hvatt Tyrki til að láta af áformum sínum. Er óttast að innrásin muni opna nýja vígstöð í Írak.

Tyrknesk stjórnvöld hafa þó ítrekað að árásin beinist eingöngu að kúrdískum skæruliðum og að tyrkir ætli sér ekki að hernema nein svæði í Írak. Herinn muni fara burt um leið og búið verður að uppræta skæruliðana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×