Erlent

Noregskonur tjáir sig um krónprinsessuna

MYND/Stöð2

Haraldur Noregskonungur tjáði sig í fyrsta skipti við fjölmiðla í gær vegna málefna krónprinsessunnar Märtha Louise.

Prinsessan vakti mikla athygli í sumar þegar hún kom að stofnun skóla sem á meðal annars að hjálpa fólki að komast í samband við engla. Þá stendur hún ennfremur í málaferlum við norskt bókaforlag vegna bókarinnar "Englar Märtha". Krefst prinsessan þess að útgáfa bókarinnar verði bönnuð.

Á blaðamannfundi í Þýskalandi í gær sagði Haraldur að norska konungsfjölskyldan væri ekkert öðruvísi en aðrar fjölskyldur þar sem fólk stæði saman á erfiðum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×