Erlent

Bandaríkjamenn styðja stofnun Palestínuríkis

MYND/AFP

Bandaríkjamenn eru reiðubúnir að styðja stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Þetta kom fram í máli Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna,í Ísrael í gær. Sagði hún ennfremur að aðeins með stofnun sjálfstæðs palestínuríkis sé hægt að tryggja frið fyrir botni Miðjarðarhafs.

Rice er nú í opinberri heimsókn í Ísrael til að tryggja framgang friðarráðstefnu ríkja Mið-asturlanda sem halda á í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Á blaðamannfundi í gær hét Rice því að Bandaríkjamenn myndu gera allt í sínu valdi til að tryggja stöðugleika og frið á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×