Erlent

Írakar biðja Tyrki að hugsa sig um

Íraska stjórnin hvatti Tyrki í dag til að hætta við yfirvofandi sókn gegn kúrdískum skæruliðum yfir landamæri Tyrklands og Íraks.

Tyrkir eru með um sextíu þúsund hermenn á landamærunum sem bíða eftir fyrirmælum um að halda inn í Írak til að elta uppi skæruliða sem hafa fellt fimmtán tyrkneska hermenn á síðustu dögum.

Í dag fór ríkisstjórn Tyrklands formlega fram á það við þjóðþing landsins að það styddi slíka innrás í kúrdahéruð Íraks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×