Erlent

Pútin fer til Írans í fyrramálið

Pútin Rússlandsforseti ætlar að fara til Írans í fyrramálið, þó að njósnir hafi borist um að þar verði setið um líf hans. Pútin var í Þýskalandi í dag og búist var við að hann færi til Írans í kvöld. Því var þó frestað til morguns.

Þetta verður fyrsta heimsókn Moskvuleiðtoga til Teheran síðan Stalín fór þangað árið 1943 til að hitta Roosevelt og Churchill.

Pútin sagði við fréttamenn að ef hann ætti að bregðast við öllum líflátshótunum þá væri best fyrir sig að vera bara heima í Moskvu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×