Erlent

Segja vel falsaða evruseðla í umferð í Danmörku

Lögregluyfirvöld í Danmörku hafa áhyggjur af fölsuðum evruseðlum sem hugsanlega eru í umferð þar og víðar í Evrópu.

Eftir því sem segir í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu hafa aldrei fundist betur falsaðir seðlar í heiminum en þeir eru með vatnsmerki, öryggisþræði, merki sem sérst í útfjólublú ljósi og þrívídarmynd. Í byrjun þessa mánaðar höfðu fundist 50 falskir 200 evru seðlar og annað eins af 100 evru seðlum í Danmörku og eru menn hræddir um að mun fleiri séu í umferð.

Myntfalsararnir hafa farið um Danmörku og notað seðlana helst á bensínstöðvum og í lágvöruverslunum en þeir virðast nýta sér það að evran er ekki aðalmyntin í Danmörku og starfsfólk þar ekki nógu vel að sér um hvernig peningarnir eiga að vera.

Lögreglan í Danmörku telur að um erlenda falsara sé að ræða sem stoppi stutt í landinu þar sem mikið að seðlunum fari í umferð á skömmum tíma og svo ekkert eftir það. Fram kemur í fréttabréfi SVÞ að ekki hafi orðið vart við þessa fölsuðu seðla á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×