Erlent

Hu styrkir sig

Ólafur Ragnar Grímsson hitti kollega sinn í Kína, Hu Jintao í Sjanghæ á dögunum.
Ólafur Ragnar Grímsson hitti kollega sinn í Kína, Hu Jintao í Sjanghæ á dögunum.

Varaforseti Kína, Zeng Tsínghong, lætur af embætti á þingi kínverska kommúnistaflokksins í næstu viku, að sögn heimildarmanna Reuters.

Þetta er talið munu styrkja mjög Hu Jintao forseta. Hu hefur lagt mikið kapp á félagslega velferð, þannig að þær miklu efnahagsframfarir sem nú eiga sér stað í Kína verði ekki á kostnað fátækustu íbúa landsins.

Á fundi með forseta Íslands fyrir tæpum tveimur vikum nefndi Hu tuttugu svið sem hann vildi að Kína og Ísland einbeittu sér að samvinnu á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×