Erlent

Rice ræðir mannréttindi í Rússlandi

Þórir Guðmundsson skrifar
Condolezza Rice.
Condolezza Rice. MYND/AP

Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði í morgun með mannréttindafrömuðum í Rússlandi og hét þeim aðstoð við að vernda einstaklinga gegn "ofurvaldi ríkisins," eins og hún orðaði það.

Talið er að fundurinn verði til að bæta gráu ofan á svart í samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna, en fundur utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna fór út um þúfur í Moskvu í gær.

Á fundinum var rætt um fyrirhugað eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Evrópu. Rússar lýstu áframhaldandi andstöðu við þau áform og á fréttamannafundi í gær var eftir því tekið hversu kuldaleg samskipti ráðherranna voru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×