Erlent

Tyrkir ögra samskiptum við Bandaríkjamenn

Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra til vinstri ásamt Abdullah Gul forseta Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra til vinstri ásamt Abdullah Gul forseta Tyrklands. MYND/Getty
Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra Tyrkja sagði í dag að viðkvæm staða á milli Bandaríkjanna og Tyrklands myndi ekki aftra Tyrkjum að ráðast yfir landamærin til Íraks til atlögu gegn uppreisnarmönnum Kúrda. Hann sagði Tyrki tilbúna að fórna góðum samskiptum við Washington ef það væri nauðsynlegt. Erdogan sagði að ef slík aðgerð yrði ákveðin myndu Tyrkir taka afleiðingunum, sama hverjar þær yrðu. Hann talaði harkalega um Bandaríkin sem eru á móti því að Tyrkir ráðist inn í Írak, á eitt fárra svæða í landinu sem er tiltölulega stöðugt. Máli sínu til stuðnings sagði Erdogan að Bandaríkjamenn hefðu hvorki spurt kóng né prest þegar þeir réðust inn í Írak, þess vegna þurfi Tyrkir ekki ráð annarra. Stjórnmálaskýrendur segja að Tyrkir gætu verið hófsamari í að bjóða Bandaríkjamönnum birginn. Jafnvel þótt þeir séu ekki sammála ályktun Bandaríkjaþings um að skiilgreina morð Tyrkja á einni og hálfri milljón Armena á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar sem þjóðarmorð. Erdogan sagði í ræði sinni í dag að demókratar skaði framtíð Bandaríkjanna og hvetji til neikvæðra vihorfa gegn Bandaríkjamönnum. Demókratar í fulltrúdadeil bandaríska þingsins styðja ályktunina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×