Erlent

Ríkasti maður Noregs í nokkra tíma

Yfirvöld í Noregi birtu í dag lista yfir skattakónga landsins en virðast eitthvað hafa misreiknað sig.
Yfirvöld í Noregi birtu í dag lista yfir skattakónga landsins en virðast eitthvað hafa misreiknað sig.

Norska ráðgjafanum og fjárfestinum Harald Dahl brá heldur en ekki í brún þegar hann las í norskum fjölmiðlum að hann væri ríkasti maður Noregs og ætti litla hundrað milljarða. Þetta kannaðist hann einfaldlega ekki við.

Fram kemur á norska fréttavefnum e24 að skattayfirvöld hafi samkvæmt venju birt í dag lista yfir þá sem hefðu goldið mest í skatt á síðasta ári. Fyrir mistök lenti nafn Haraldar efst á listanum og var hann sagður eiga 9,9 milljarða norskra króna. „Ég á peninga en ekki nærri því svo mikið," segir Harald í samtali við vefinn og segist munu hafa samband við skattayfirvöld til þess að fá þetta leiðrétt.

„Ég var mjög hissa þegar ég uppgötvaði að ég væri ríkasti maður Noregs. Konan mín byrjaði strax að leita að peningum í skúffum og skápum en fann aðeins 250 krónur í sultukrukku. Því verð ég að vísa fregnum af ríkidæmi mínu á bug," segir Harald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×